Bókaútgáfan Bjartur hefur tryggt sér útgáfuréttinn á nýju ævintýri J.K. Rowling. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í dag.
Ævintýrið ber nafnið Jólasvínið og mun koma út á sama tíma um allan heim í október. Þetta er fyrsta skáldsaga Rowling fyrir yngri kynslóðina, eftir að hún lauk við Harry Potter.
Þýðandi á Jólasvíninu verður Ingunn Sædal og myndskreyting er í höndum Jim Field sem hefur hlotið ótal verðlaun fyrir verk sín.
Jólasvínið er sannkölluð jólasaga og fjallar um drenginn Jack sem á tuskusvín sem er honum ákaflega kært enda hefur það fylgt honum alla ævi. Aðfangadagskvöld eitt týnist svínið hans Jacks. Saga fjallar í örstuttu máli um leit drengsins af tuskusvíninu og þar koma við sögu kraftaverk og spennandi leiðangur til þess að finna glataða leikfangið.