Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Björg í Garðabæ um milljarða samning bæjarstjóra við sjálfa sig: – „Ég hef fylgt hæfisreglum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabær samþykkti nýverið að veita samning án útboðs til fyrirtækis í eigu forseta bæjarstjórnar Garðabæjar, Bjargar Fenger.

Mannlíf fjallaði um málið og greinina sjá hér.

Fyrirtækið sem um ræðir er Terra – áður Gámaþjónustan –  og var samningurinn um leigu og forkaupsrétt á einingum fyrir gámaleikskóla.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er virði samningsins tæpur milljarður króna.

Mannlíf sendi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ – bæjarstjóra og upplýsingarfulltrúa bæjarins og fleiri aðilum sem tengjast málinu – ítarlegan spurningalista um málið með vísun til upplýsingalaga nr. 140/2012.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar er í sumarfríi og hefur hann ekki tjáð sig beint um málið þó eftir því hafi verið leitað.

- Auglýsing -

Aðeins tveir aðilar tengdir málinu hafa svarað fyrirspurn Mannlífs um málið, en hafa ekki enn svarað áðurnefndum spurningum sem Mannlíf sendi.

Þeir tveir aðilar sem svör hafa borist frá eru Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari og Björg Fenger forseti bæjarstjórnar Garðabæjar.

Svar Guðjóns er í raun svar fyrir hönd Gunnars Einarssonar bæjarstjóra, sem eins og áður sagði, er nú í sumarfríi.

- Auglýsing -
Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari Garðabæjar.

Þetta kemur fram kemur í svari Guðjóns: „Að beiðni bæjarstjóra er ég að undirbúa að svara fyrirspurn þinni varðandi leigu á færanlegum einingum fyrir leikskóla fyrir börn í Garðabæ.“

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar er í sumarfríi.

Guðjón segir enn fremur:

„Við munum að sjálfsögðu svara fyrirspurninni en mér finnst samt strax rétt að taka fram að vegna sumarleyfa margra starfsmanna að þá er líklegt að við náum ekki að svara og afhenda gögn innan þess frest sem upplýsingalög kveða á um sem ég held að sé sjö dagar. Við munum leggja áherslu á að svara fyrirspurninni eins fljótt og við mögulega getum.“

Björg Fenger sagði í svari sínu að „þar sem ég hef ekki haft neina aðkomu að samningagerð um leigu á einingum fyrir leikskóla sem þú vísar til þá get ég ekki svarað spurningum þínum. Ég bendi þér á að hafa samband við bæjarstjóra Garðabæjar til að fá svör við spurningunum.“

Björg Fenger á stóran hlut í fyrirtækinu Terra, áður Gamaþjónustan.

Björg vill „þó nefna af þessu tilefni að ég hef ávallt fylgt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga og mun að sjálfsögðu víkja af fundi þegar umræddur samningur kemur á borð bæjarstjórnar.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs er mikill titringur innan stjórnsýslu Garðabæjar og líka á meðal bæjarbúa, en heimildarmaður Mannlífs innan stjórnsýslunnar sem vildi ekki koma fram undir nafni sagðist varla hafa trúað því að áðurnefndur samningur hafi verið gerður; hagsmunatengslin séu svo ótrúlega áberandi og augljós – nánast æpandi.

Mannlíf mun að sjálfsögðu fylgja málinu eftir og bíður nú svara frá bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnari Einarssyni, um það hvort samningur þessi sé litaður af áðurnefndum hagsmunatengslum eða ekki.

Nýverið fjallaði Mannlíf um „Milljarðahöllina“ svokölluðu í Garðabæ í tveimur fréttum sem má sjá hér  og hér.

Það gengur því á ýmsu um þessar mundir hjá meirihlutanum í Garðabæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -