Erlendur ferðamaður villtist við gosstöðvarnar, hann hringdi í neyðarlínuna og björgunarsveitir hófu leit af manninum um klukkan fimm í morgun, við gosstöðvarnar í Geldingadal. Mbl.is greindi fyrst frá.
Björgunarsveitir fundu manninn kaldan, hrakin en óslasaðan en hann hafði labbað fram hjá gönguleiðinni og villts. Maðurinn var búin að ganga í langan tíma og var að vonum þreyttur. Það vildi til happs að veður var með skaplegra móti sem skiptir máli sagði Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Mbl.is. Bogi sagði einnig að svæðið væri erfitt yfirferðar og þess vegna hefði það tekið svolítinn tíma að komast til mannsins.