Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Björgvin Páll: „Nú er búið að „dæma mig” aftur út úr mótinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson, markmaður íslenska landsliðsins í handbolta, greindi frá því á Facebook síðu sinni að hann fái ekki að taka þátt í leik íslendinga gegn Svartfjallalandi í dag. Ástæða þessa segir hann vera CT gildi síðustu PCR prófa en Björgvin hefur lokið átta daga einkennalausri einangrun. CT gildi eru sögð gefa til kynna líkurnar á að einstaklingur sé smitandi.

„Nú er búið að “dæma mig” aftur út úr mótinu og í einangrun útfrá CT gildum síðustu PCR prófa. Ég má því ekki taka þátt í leiknum okkar gegn Svartfjallalandi á eftir.

Mér skilst að reglur mótsins séu strangari og æðri landslögum hér í Ungverjalandi, en samkvæmt þeim ætti ég að vera laus úr einangrun nú þegar en èg greindist með covid fyrir 8 dögum síðan.

HSÍ gæti þar með skráð mig af mótinu á þessum tímapunkti og þannig gæti ég mætt í höllina sem áhorfandi og öskrað úr mér lungum á eftir.

Ég mun hinsvegar ekki fara fram á slíkt því að ég trúi því að við munum sigra leikinn í dag og komum þá til með að spila fleiri leiki.

Þetta er allt saman sérstaklega þreytandi og furðulegt þar sem að ég hef verið fullfrískur frá degi eitt, einkennalaus, þríbólusettur og losnaði úr einangrun fyrir 2 dögum síðan með CT gildi uppá 38,1 á 5. degi í einangrun.

- Auglýsing -

Velkominn í leikhús fáránleikans, EM 2022. Þangað til næst… Áfram Ísland!“

Leikur Íslands á móti Svartfjallalendi hefst klukkan 14:25 í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -