Björk Jakobsdóttir leikkona er þekkt fyrir að segja hlutina umbúðalaust. Hún leggur út af slaufunarmenningunni í nýjum pistli á Facebook þar sem hún varar við þeirri grimmd sem blasir við. Hún er ekki í vafa um að viðhorf hennar muni koma harkalega við ákveðinn hóp og segist vera „vitandi að það getur kostað mig útskúfun og bannfæringu hjá ákveðnum hópi“. Í hvert skipti sem nýr einstaklingur er tekinn af lífi á samfélagsmiðlum finnur hún til. Björk bendir á að ef fólk er ekki sammála dómi götunnar sé það sett í gapastokkinn og kallað gerendameðvirkt. „Mér líður stundum eins og ég sé komin í unglingadeild aftur þar sem vinsæla liðið ákveður hvern skal leggja í einelti,“ skrifar hún.
Ekki er ólíklegt að hugvekja Bjarkar sé tilkomin vegna tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar sem steig fram í vikunni og lýsti líðan sinni eftir að hafa verið útilokaður. Víst er að Björk er komin á svartan lista hjá mörgum þeirra sem halda heykvíslunum hæst á lofti …