Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Björk gefur út allar sínar plötur á kassettum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kom öllum á óvart í vikunni þegar hún tilkynnti að allar níu plötur hennar, allt frá Debut (1993) til Utopiu (2017), yrðu gefnar út á kassettum.

Aðdáendur tónlistarkonunnar eru í skýjunum yfir fréttunum en kassetturnar munu koma út í takmörkuðu upplagi. Fyrir skömmu sendi Björk frá sér glænýja stuttermaboli og er það, ásamt kassettunum, liður í svokallaðri 90´s-endurvakningu.

Þess má geta að Björk er um þessar mundir að gera sig klára fyrir eina vönduðustu tónleika sem hún hefur haldið en þeir fyrstu fara fram í maí á nýjum listavettvangi sem nefnist The Shed og er staðsettur á Manhattan í New York.

Áætlað er að gefa kassetturnar út 26. apríl en hægt er að panta þær fyrir fram á síðunni shop.bjork.com.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -