Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Björk Jakobsdóttir leikkona hrynur í þunglyndi og hámhorf eftir frumsýningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan, leikstjórinn, leikskáldið, uppistandarinn og nú síðast rithöfundurinn, Björk Jakobsdóttur var undir Stækkunargleri Mannlífs í vikunni.
Björk sló eftirminnilega í gegn með verki sínu Sellófan, þar sem hún fór með einleik. Verkið var sýnt um víða veröld og hafði Björk nóg að gera við að ferðast á milli landa og leikstýra verkinu.
Um síðustu jól gaf Björk út sína fyrstu bók, barna- og unglingabókina Hetjan, sem vakið hefur mikla lukku. Fjallar hún um hryssuna Hetju sem verður viðskila við eiganda sinn, hina 15 ára gömlu Björgu og leit þeirra að hvorri annarri.
Sjálf er Björk mikil hestakona, enda eigandi átta hesta og finnst henni gott að komast upp í hesthús og geta kúplað sig út úr amstri hversdagsins.
Mannlíf komst að því að Björk elskar sjávarrétti, þolir ekki stress og verkkvíða og segir markmiðagræðgi sína vera farna að minnka.

Björk Jakobsdóttir

Fjölskylduhagir? Gift með tvo uppkomna syni, hund og 8 hesta.

Menntun/atvinna?  Leikkona, leikstjóri, höfundur, kennari, uppistandari, framleiðandi, hestagæd og allt annað sem ég þarf að gera til að keyra eitt stykki íslenskt heimili.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Vá það er svo margt. Núna er ég dálítið að hámhorfa á RuPaul’s Drag Race. Það er svo frelsandi að horfa á dragdrottningar sem hafa barist alla ævi fyrir því að fá að vera þær sjálfar og eru svona fullkomlega dásamlegar eins og þær eru og hvíla betur í sjálfum sér en flestir … If you can’t love your self, how the hell are you going to love somebody else. Þetta ætti að vera í boðorðunum tíu.

Leikari?  Úllalala.  Eeee… Þessa stundina eru það Selma Björns og Salka Sól sem að ég er að leika með í „Bíddu Bara“ kvenna -sönggrínhittara smellinum sem að við frumsýnum næsta haust. Þær eru ekki bara massa söngkonur heldur líka Grenjandi fyndnar leikkonur og bara ótrúlega elskulegar manneskjur.

Rithöfundur? Verð ég ekki að halda mig við fjölskylduna og segja Hallgrímur Helga og Gunni Helga.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Úbs sorry en rithöfundurinn segir bíó.

Besti matur? Humar, risarækja, kræklingur. Ég væri til í að borða sjávarréttaforrétti í öll mál.

Kók eða Pepsí? Kók.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Náttúra Íslands í hestaferðum.

Hvað er skemmtilegt? Sveit, útivera og góður félagsskapur.

Hvað er leiðinlegt? Stress og verkkvíði.

Hvaða flokkur? Sá sem að er með gott fólk og rétta stefnuskrá.

Hvaða skemmtistaður? Uhu skemmti hvað? …ég er á sextugsaldri sko.

Kostir? Ég er asskoti dugleg og drífandi þegar ég tek mig til.

Lestir? Að hrynja í hámhorf og þunglyndi eftir frumsýningar.

Hver er fyndinn? Fjölskyldan mín.

Hver er leiðinlegur? Sá sem vill ekki hafa gaman.

Trúir þú á drauga?  Nei … eða jú … eða stundum … hvað veit ég, eitt lítið manneskju hró um alheimstengingar.

Stærsta augnablikið? Fæðingar sona minna.

Mestu vonbrigðin? Að fatta að ég verð gömul eins og allir aðrir.

Hver er draumurinn? Að hætta að hafa áhyggjur og hvíla í núvitundar hamingju rússi alla daga með dýrunum mínum og vonandi barnabörnum einhvern tímann.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Æft glænýjan íslenskan gleði söngleik um konur á öllum aldri þrátt fyrir Covid. Já og halda geðheilsunni svona að mestu leyti á meðan. Svo erum við í Gaflaraleikhúinu að æfa upp vinsælt leikverk frá okkur á ensku sem erlendir aðilar vilja taka til sýningar. Ég er stolt af því að flytja íslenka menningu til útlanda.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei örugglega ekki, en ég finn að markmiðagræðgin er farin að minnka. Nú langar mig bara að vinna við eitthvað sekmmtilegt og helst ekki lengi í einu og hitta svo gott fólk og dúlla mér eitthvað þess á milli.

Manstu eftir einhverjum brandara? Oh ég er svo lítil brandaramanneskja.

Vandræðalegasta augnablikið? Að vera næstum búin að kyssa tvíbura eiginmannsins.

Sorglegasta stundin? Þegar að amma mín sem var mín önnur móðir dó.

Mesta gleðin? Að eiga heilbrigða fjölskyldu, afkomendur og vini.

Mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan og heilsan

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -