Tónlistarsnillingurinn og fjöllistakonan Björk Guðmundsdóttir, hefur fest kaup á einbýlishúsi fyrir 420 milljóna króna.
Húsið er gjarnan kallað „Sigvaldahús.“
Um er að ræða 426 fermetra einbýli við Ægisíðuna, númer áttatíu, sem Sigvaldi Thordarson teiknaði.
Einbýlishús Bjarkar við Ægisíðu er á þremur hæðum og kaupin eru frágengin samkvæmt þinglýstum kaupsamningi; er eignin því orðin meðal dýrustu einbýlishúsa Íslands.
Eins og áður hefur komið fram þá teiknaði Sigvaldi Thordarson húsið, sem var byggt árið 1958; og ytra útlit þess er friðað.
Björk keypti húsið af kvikmyndaframleiðandanum Guðbjörgu Sigurðardóttur, en skrifað var undir kaupsamning í október á þessu ári: Og var kaupsamningurinn sendur til þinglýsingar í desember.
Fyrir árið 2022 er fasteignamat eignarinnar 234 milljónir króna.
Húsið er algerlega sígilt; í raun ekkert annað en arkitektalistaverk í hæsta klassa.
En það er meira: Penthous-íbúð Bjarkar í New York er til sölu á um það bil milljarð króna; níu milljónir dollara.
Hún keypti íbúðina árið 2009 á fjórar milljónir dollara ásamt þáverandi sambúlismanni sínum og barnsföður, listamanninum Matthew Barney.
Og þetta er engin venjuleg íbúð.
Hún er 280 fermetrar að stærð.
Íbúðin er með 4 svefnherbergi; 4 baðherbergi sem og verönd allan hringinn með útsýni yfir Brooklyn og neðri hluta Manhattan.
Nú er Björk því að yfirgefa New York sem íbúi og mun að mestu búa hér á landi samkvæmt heimildum Mannlífs.
Þetta er íbúð eins og þær gerast glæsilegastir í Stóra Eplinu. Njótið myndanna!