Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Björn birtir bókadóm: „Sannar hvað seilast má langt til að réttlæta eigin málstað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur nú tekið að sér hlutverk bókmenntagagnrýnanda. Hann hakkar í sig nýja bók Ólínar Þorvarðardóttur þjóðfræðings, Spegill fyrir skuggabaldur.

Björn virðist harður bókagagnrýnandi.

Það gerir Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann segir bókina einfaldlega ófrumlega og fyrirsjáanlega þar sem fram komi svart/hvít mynd höfundar af mönnum og málefnum til að réttlæta eigin málstað. „Þungamiðja bókarinnar er að Ólína var hvorki ráðin þjóðgarðsvörður á Þingvöllum haustið 2018 né forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) árið 2013. Hana grunar að andstaða við sig innan HA hafi verið af „pólitískum toga“ eftir að hún gagnrýndi sjávarútvegsstefnuna sem þingmaður á árunum 2009 til 2013. Útvegsmenn og Samherji á Akureyri óttuðust málflutning hennar, segir hún, og innan HA sönnuðu menn hollustu sína við „Samherjaveldið“ með því að hafna henni. Hún telur að Þingvallanefnd undir formennsku Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns VG, hafi brotið á sér „að yfirlögðu ráði“. Hún vegur hart að Þingvallanefndarmanninum Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Ummælin um Pál og gagnrýni Ólínu á hann víða í bókinni árétta svart/hvíta mynd hennar af mönnum og málefnum,“ segir Björn og bætir við:

„Ólína skrifar sig frá sársaukanum með því að tala illa um skuggabaldra og styðst þar við galdrafræði.“

„Hún veitist að þeim sem hún telur skuggabaldra en hefur þá til skýjanna sem hún telur snillinga án hæfilegs frama. Fyrir utan Ólínu sjálfa eru í snillingahópnum Þorvaldur Gylfason prófessor, Jón Þórisson arkitekt og Jóhann Hauksson blaðamaður. Ólína ber einnig blak af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingarstéttarfélags, og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur prófessor.“

Ólína með bókina sína. Mynd / Skjáskot Facebook.

Birni finnst Ólína seilast ansi langt í skrifum sínum. „Bók Ólínu sannar hvað seilast má langt til að réttlæta eigin málstað þegar gert er upp á milli manna. Ólína skrifar sig frá sársaukanum með því að tala illa um skuggabaldra og styðst þar við galdrafræði. Þetta er nýstárleg aðferð. Bók dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur einkennist þannig af þverstæðum. Fullyrðingarnar um hve illa sé staðið að ráðningu til opinberra starfa eru ótrúverðugar þegar litið er til þess hæfa fólks sem sinnir slíkum störfum. Er undarlegt að samtök þess sitji þegjandi undir því sem Ólína hefur fram að færa. Bók Ólínu er ófrumleg. Hún er skrifuð af sjónarhóli sem leiðir til fyrirsjáanlegrar en rangrar niðurstöðu,“ segir Björn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -