Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Björn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Jónasson bókaútgefandi er látinn, sjötugur að aldri. Björn var afkastamikill útgefandi.

Hann var ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands og kom að starfsemi Gallerís Svart á hvítu í Suðurgötu 7 í Reykjavík. Hann stofnaði útgáfuna Svart á hvítu sem gaf út Íslendingasögurnar með nútímastafsetningu, Sturlungasögu og heildarverk Jónasar Hallgrímssonar. Svart á hvítu var jafnframt útgefandi fjölda þýddra sem og íslenskra skáldverka. Hann gaf meðal annars út verk Thors Vilhjálmssonar og Vigdísar Grímsdóttur. Björn stóð jafnframt að gerð gagnagrunns með Íslandslýsingu og lagagrunns með öllum íslenskum hæstaréttardómum frá upphafi. Morgunblaðið segir frá andláti hans í dag og rekur starfsferil hans.

Björn fæddist í Reykjavík 20. júní 1954. Hann lést 6. september síðast liðinn. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann Jónsson fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen húsmóðir.
Eftirlifandi eiginkona Björns er Elísabet Guðbjörnsdóttir lögmaður. Börn þeirra eru Anna Lísa, Ingibjörg og Jónas Bergmann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -