Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Björn Leví segir Willum segja ósatt: „Spítalinn er ekki að fá allan stuðning, þetta er ekki satt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Þingmaðurinn Björn Leví setti inn færslu í Pírataspjallið 2, sem byrjar svona:
„Heilbrigðisráðherra segir:
„Þetta var sett í samhengi við fjármögnun á Landspítala þá eigum við ekki að vera að rugla því saman. Spítalinn þarf allan stuðning og fær allan stuðning.“
Þessum orðum Willums Þórs er Björn Leví ekki sammála:
„Ríkisstjórnarflokkarnir er nýbúnir að samþykkja fjárlög sem færði raunvöxt (fleira fólk, fleiri eldri) yfir í fjármögnun fyrir nýtt vaktakerfi. Það var ítrekað bent á að það þýddi að þá vantaði fjármögnun á aukningu á grunnstærðinni í heilbrigðiskerfinu. Þannig að nei, þetta er einfaldlega ekki satt.“
Bætir við að „spítalinn er ekki að fá allan stuðning. Að minnsta kosti ekki samkvæmt fjárlögum því þar kemur það fram svart á hvítu. Þetta veit fyrrum formaður fjárlaganefndar og núverandi heilbrigðisráðherra. Ef það á að „redda“ því einhvern vegin öðruvísi þá skil ég ekki til hvers fjárlög eru eiginlega. Í umsögn Landsspítalans:
„Það sem gerir stöðuna snúnari er að til að fjármagna kjarasamningsbundin áhrif af Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru felldar brott fjárveitingar sem hafa verið nefndar Reiknaður raunvöxtur og hafa numið 1,8% af gjaldaheimild fjárlaga fyrra árs og er ætlað að mæta lýðfræðilegum breytingum þ.e. fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri og framþróun í meðferðarúrræðum ofl.“
Pírataspjallið 2 og vísar í þessa frétt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -