Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Björn minnist vinar síns: „Það mun bara verða einn Hjörtur úr Kinnunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hjörtur var sjarmerandi og sterkur persónuleiki og náði alltaf athygli hvar sem hann var en oftar en ekki sá hann odd af oflæti sínu,“ skrifar Björn Thoroddsen gítarleikari, um vin sinn, Hjört Howser sem lést á dögunum.

Hjörtur Howser starfaði sem hljómborðsleikari, leiðsögumaður, kennari, og um tíma sem veitingahúsagagnrýnandi fyrir Mannlíf og Ísafold. Hann lést þann 24. apríl, 61 árs gamall að aldri; hann verður jarðsunginn í dag.

Hjörtur fæddist 30. júní, 1961 í Hafnafirði og ólst hann þar upp. Hann lék með mörgum hljómsveitum eins og Grafík, Vinum Dóra og Kátum piltum. Þá lék hann einnig með Mezzoforte og Fræbbblunum. Einnig var hann undirleikari og tónlistarstjóri fyrir grínistann Ladda.

Björn Thoroddsen, gítarsnillingur, minnist Hjartar á Facebook-síðu sinni en hann gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslunni.

„Lífið er ekki auðvelt og minn vinur hefur alveg fengið að taka á því.
Hjörtur var svo sannarlega litríkur og það mun bara verða einn Hjörtur úr Kinnunum.
Við strákarnir úr Bo bandinu erum nú einum færri og líklega verða ekki farnar fleiri Rússlandsferðir í þessu lífi.“

Lesa má minningarorð Hjartar í heild sinni hér að neðan:

„Það verður fátæklegra samfélagið þegar Hjörtur Howser minn gamli æsku vinur er farinn.

- Auglýsing -
Við hittumst fyrst þegar Hjörtur var i Öldutúnskóla, ég nýfluttur til Reykjavikur. Við áttum strax samleið. Tónlist var það sem við höfðum brennandi áhuga á. Við
héngum mikið saman öll unglingsárin og það voru ekki ófárar ferðirnar í Kinnarnar með bláa Landleiðavagninum. Lilja mamma Hjartar tók alltaf vel á móti sem og systur hans Delía og Lára. Við Hjörtur byrjuðum snemma að spila i hljómsveitum m.a, Tívoli, Cobra, Stormsveitinni og svo seinna með Bo Hall band.
Við Hjörtur vorum alltaf að taka upp tónlist þegar við vorum ungir og lifið gekk útá tónlist. Eitt sinn á miðri siðustu öld erum við Hjörtur staddir i New York og við erum med kassettu með hljómveitinni okkar Stormsveitinni. Við gistum hja vinkonu systur Hjartar og máttum hringja en bara innanbæjar. Við fórum i símaskránna og fundum simanúmer hjá helstu hljómplötufyrirtækum i NY. Þarna fór Hjörtur á kostum og ég hvatti hann, á íslensku. Hjörtur var svo mælskur að það hálfa væri nóg og við fengum viðtal hjá nokkrum fyrirtækjum en stóra breikið okkar var hjá lítt þekktu fyrirtæki sem ætlaði að hringja til Íslands á ákveðnum tíma á ákveðnum degi. Við biðum i Stekkjarkinninni en símtalið kom aldrei svo við fórum uppá stöð og fengum okkur pylsu. Eftirá að hyggja var ekki skynsamlegt að kynna Stormsveitina i NY, sérstaklega út af nafninu.
Hjörtur var sjarmerandi og sterkur persónuleiki og náði alltaf athygli hvar sem hann var en oftar en ekki sá hann odd af oflæti sinu og gaf mér smá athygli og sagði þetta er Bjössi vinur minn, hann spilar a gítar og þá fékk ég mínar 5 minútur.
Svo gerist það sem gerist svo oft að menn fara í sitthvora átt. Við spiluðum síðast saman í Bo Hall band, síðan eru liðin mörg ár . Alltaf hefur þó vináttáttan verið sterk og það var þessi hlið á Hirti, hjálpsamur, traustur, ósérhlífinn sem er svo falleg og sterk.
Lífið er ekki auðvelt og minn vinur hefur alveg fengið að taka á þvi.
Hjörtur var svo sannarlega litrikur og það mun bara verða einn Hjörtur úr Kinnunum
Við strákarnir úr Bo bandinu erum nú einum færri og liklega verða ekki farnar fleiri Rússlandsferðir í þessu lifi.
Allar minar samúðarkveðjur til fjölskyldunar.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -