Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Björn um Bjarna: „Það er svo aug­ljóst að hann er að bregðast sinni skyldu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þing­maður Pírata, Björn Leví Gunnars­son, segir í samtali við Fréttablaðið ­ljóst að Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálfstæðisflokksins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ætti að stíga til hliðar á meðan mörgum spurningum er enn ó­svarað um sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka:

„Mér finnst rosa­lega aug­ljóst að fjár­mála­ráð­herra á ekki að vera neins staðar þar sem hann er mögu­lega fyrir ein­hverju ferli í rann­sókninni á þessu. Það er svo aug­ljóst að hann er að bregðast sinni skyldu, sinni á­byrgð, gagn­vart þeirri á­kvarðana­töku sem hann á að fara í,“ segir Björn og vísar til þess að ráð­herra hafi ekki óskað eftir meiri upp­lýsingum þegar fjöldi til­boða í hlut ríkisins lá fyrir:

Bjarni Benediktsson.

„Banka­sýslunni var aug­ljós­lega hent undir rútuna, það var al­gjört klúður. Það var mjög aug­ljóst frá upp­hafi og í rauninni var þáttur fjár­mála­ráð­herra bara ekkert skoðaður. Það er þarna gagn­rýni á að það hafi verið aug­ljós mis­tök við undir­búning og það er fjár­mála­ráðu­neytið og fjár­mála­ráð­herra sem er þarna í undir­búningnum og hann er þarna í á­kvarðana­tökunni um verð, magn og svo­leiðis.“

Björn segir á­huga­vert að svo virðist sem fjármálaráðherra hafi fengið rangar upp­lýsingar varðandi söluna:

„Það er ekki nægi­lega vel út­skýrt í skýrslunni en það virðist vera að hann hafi fengið rangar upp­lýsingar, sem er rosa­lega al­var­legt að ráð­herra fái rangar upp­lýsingar fyrir svona stóra á­kvarðana­töku en þegar upp­lýsingarnar eru á þann hátt að það eru 150-200 til­boð að ráð­herra biðji ekki um að fá ná­kvæmari upp­lýsingar. Mér finnst þetta vera al­gjör á­fellis­dómur yfir ferlinu. Mér finnst það aug­ljóst að klúðrið er það mikið að ég þarf ekki frekari rann­sókn til þess að segja að þetta er greini­lega eitt­hvað sem varðar ráð­herra­á­byrgð, það er mín skoðun. Pólitískt er þetta nóg fyrir mig. Hvort að síðan laga­lega séð, hvort að á­byrgðin komi inn, það er flóknara,“ segir Björn, sem er ekki á­hyggjufullur yfir því að skýrslunni hafi verið lekið til fjöl­miðla sólar­hring áður en hún birtist al­menningi:

„Áður birti Ríkis­endur­skoðun þessar skýrslur strax en þingið bað um auka tíma fyrir þing­menn til þess að lesa skýrsluna áður en fjöl­miðlar væru farnir að segja um niður­stöður skýrslunnar. Þá hefði þingið smá tíma áður en það væri búið að reka hljóð­nema framan í þau ó­lesin að koma með at­huga­semdir, en það var síðan ekkert vanda­mál. Þetta er klassísk af­vega­leiðing, að kalla þetta brot á trúnaði en þessi trúnaður er ekki neitt. Þetta eru smá tafir á birtingu, tíma­bundinn trúnaður fyrir á­kveðið svig­rúm fyrir þing­menn sem var þegar til staðar hvort eð er. Ég hef engar á­hyggjur af þessu, þetta er ekki trúnaðar­brestur fyrir fimmaura,“ sagði Björn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -