Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Blaðamaður númer 1 gerir kröfu á Sigríði vegna meintra skattsvika: „Hún hlýtur að taka ábyrgð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer 1 á Íslandi, krefst þess að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, svari fyrir meint skattsvik sín sem telji allt að 100 milljónum króna. Þessi krafa Fríðu er í framhaldi þess að stjórn Blaðamannafélag Íslands lýsir Hjálmar Jónsson sekan um brot í starfi en hyggst þó ekki kæra. Dylgjur stjórnar um lögbrot koma fram á vef félagsins og eru settar fram í nafni allra stjórnarmanna. Fríða hæðist að stjórn félagsins í færslu á Facebook vegna málsins.

Fríða Björnsdóttir er ómyrk í máli vegna framgöngu stjórnar gagnvart Hjálmari Jónssyni.

„Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands mega þakka guði fyrir að vera búnir að fá þessa „heiðvirðu stjórn og formann“ í brúna og að lögfræðiálit liggi fyrir um störf fyrrum framkvæmdastjóra,“ skrifar hún og hnykkir á því að formaðurinn hafi enn ekki svarað fyrir meint skattsvik sín „sem reyndar sjálf hefur ekki enn útskýrt ýmislegt vegna meintra skattsvika sem sagan segir að kannski hafi jafnvel numið 100 milljónum króna. Meint svik sem hvorki hafa verið sönnuð né afsönnuð,“ skrifar Fríða og áréttar að Sigríður Dögg þurfi að svara fyrir gjörðir sínar.

„Hún hlýtur nú að taka ábyrgð og loks svara fyrir sín mál því orka og athygli á að beinast að því að efla veg blaðamennsku á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla,“ skrifar Fríða og útlistar feril sinn sem spannar 63 ár:

„Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer 1, sem hóf störf árið 1961 á Ríkisútvarpinu, stjórnarmaður og gjaldkeri BÍ frá 1973, framkvæmdastjóri í 20 ár til ársloka 2000, nefndarmaður í launamálanefnd frá 1974-2010 og auk þess nefndarmaður í til dæmis styrktarsjóði og orlofs- og menningarsjóði um árabil.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -