Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Blaðamenn felldu kjarasamning

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram í dag milli klukkan 9 og 17. Fyrst á vinnustöðum Fréttablaðsins, Sýn, RÚV og Morgunblaðið og síðan í húsnæði Bí í Síðumúla.

Atkvæðagreiðsla fór svo að blaðamenn kolfelldu samninginn.

Á kjörskrá voru 380 félagar og greiddu 147 þeirra atkvæði, eða 38,7%. Þáttaka þurfti að vera 20% samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til að niðurstaðan væri bindandi.

Atkvæði féllu þannig:
Já sögðu 36 eða 24,5%
Nei sögðu 105 eða 71,4%
Auðir seðlar voru 6 eða 4,1 %

Hjálmar Jónsson formaður BÍ segir að blaðamenn í félaginu fari í verkfall á föstudag og svo aftur á fimmtudag í næstu viku, að öllu óbreyttu.

„Sáttasemjari gaf það út að hann myndi kalla saman fund ef samningurinn yrði felldur,“ segir Hjálmar sem kveðst reikna með að fundurinn verði annað hvort á morgun eða fimmtudag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -