Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Blaðamenn krefja Sigríði svara vegna óhóflegrar eyðslu – Stórfé var eytt í að koma sök á Hjálmar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands hafa krafið stjórn félagsins svara vegna taumlítillar eyðslu og illrar meðferðar á eigum félagsins. Friða Björnsdóttir, félagi númer 1 í félaginu, fer fyrir hópnum semkrefst svara. Hún segir rekstur Blaðamannafélags Íslands vera áhyggjuefni og eyðsluna vera með ólíkindum. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að flestir útgjaldaliðirnir tengist uppsögn Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra sem stjórn félagsins með Sigríð Dögg Auðunsdóttur formann í fararbroddi hefur lýst sekan um brot gegn félaginu en að hann verði samt ekki lögsóttur. Engar skýringar hjafa komið fram um í hverju  brotin feli í sér lögbrot eða á hverju stjórnin byggi þann dóm sinn.

Fríða Björnsdóttir er ómyrk í máli vegna framgöngu stjórnar gagnvart Hjálmari Jónssyni.

Ásamt Fríðu skrifa 25 manns undir áskorunina til stjórnar um að útskýra eyðsluna. Fríða sagði við Morgunblaðið að flestir útgjaldaliðirnir sem hópurinn spyr út í tengist uppsögn
Hjálmars Endurskoðunarstofan KPMG var fengin til að gera úttekt á tilteknum færslum
í bókhaldi félagsins. Eftir að sú úttekt lá fyrir óskaði stjórn BÍ eftir áliti lögfræðistofunnar LOGOS um mögulega refsiábyrgð Hjálmars. Í fyrirspurn félagsmannanna er spurt út í kostnað við þetta.
„Þú færð fyrst konu til að kanna reikninga og finna einhver glæpalíkindi, sem auðvitað voru engir glæpir. Síðan var KPMG fengið til að endurskoða tíú ár aftur í tímann. Síðan var þetta sent til lögfræðistofunnar LOGOS og svo komust þau að þeirri niðurstöðu að þetta hefði kannski ekki verið alveg í lagi en að það myndi enginn verða dæmdur fyrir það sem á að hafa verið gert,“ segir Fríða við Morgunblaðið og spyr hvað verði næst. Fokdýr auglýsingaherferð félagsins í völdum fjölmiðlum hefur einnig vakið athygli.

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ stjórnaði fjárhag BÍ af festu og ábyrgð um langt skeið.

Auk umræddra útgjalda hefur stjórn BÍ ákveðið að Sigríður Dögg formaður verði á launum hjá félaginu rétt eins og nýr framkvæmdastjóri, Freyja Steingrímsdóttir. Sigríður er umdeild fyrir skattamál sín en hún hefur neitað að upplýsa um stærð skattsvikamálsins sem hún gerði sátt um við yfirvöld í framhaldi af stórfelldri útleigu á íbúðum.
Framhaldsaðalfundur BÍ verður haldinn 4. september. Reikna má  með að á þeim fundi muni Sigríður og aðrir stjórnarmenn standa fyrir sínu máli. Eftirfarandi sitja í stjórn BÍ: Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari. Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri. Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan). Skúli Halldórsson (mbl.is). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -