Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Blandar eldfjallaösku í postulínið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni af HönnunarMars mun Guðbjörg Káradóttir kynna nýtt matarstell og hluti úr handrenndum leir undir nýju vörumerki.

Nýja vörumerki Guðbjargar heitir Ker og verður kynnt í HAF Store á viðburði undir yfirskriftinni Eldhúspartý. Á viðburðinum mun Hönnunarstúdíóið HAF einnig kynna HAF FRONT, nýjar framhliðar á eldhússinnréttingar.

Spurð nánar út í Ker og það sem hún mun sýna á HönnunarMars segir Guðbjörg: „Ég sýni matarstell úr svörtum steinleir og vasa og kertastjaka úr eldfjallaösku-blönduðu postulíni. Svartur steinleir er hráefni sem ég hef unnið mikið með áður. Svo hef ég undanfarið verið að gera tilraunir með eldfjallaösku-blandað postulín eftir að hafa verið að vinna ösku frá suðurnesjunum í öðru verkefni.

Askan finnst mér mjög spennandi hráefni og það er gaman að vinna með innlent hráefni.

Þannig að askan hefur verið svolítið ofarlega í huga mínum undanfarið. Askan finnst mér mjög spennandi hráefni og það er gaman að vinna með innlent hráefni og lífrænt form þar sem útkoman verður ekki alltaf eins. Ég kaus að hafa formin á hlutunum mjúkt sem er hálfgerð andstæða við hráefnið sem er heldur gróft og hrátt,“ útskýrir Guðbjörg sem notar ösku úr Eyjafjallajökli í munina sem hún kynnir á HönnunarMars.

Askan kemur vel út í postulíninu.

Innblástur úr veitingageiranum

Guðbjörg hefur í gegnum tíðina unnið mikið með veitingahúsum og gert borðbúnað fyrir veitingahús á borð við Skál, Grillið, Agern, Matbar og Dill. Hún segir það hafa veitt sér mikinn innblástur.

„Ég hef gaman að því að því að gera nytjahluti og finnst hluturinn í raun ekki vera tilbúinn fyrr en hann er kominn í notkun. Innblásturinn er að hluta kominn frá þessum frábæru matreiðslumönnum sem ég hef verið að vinna með auk þess er svartur steinleir afar skemmtilegt hráefni sem ég hef unnið með í mörg ár.“

- Auglýsing -
Guðbjörg hefur unnið mikið með svartan steinleir í gegnum tíðina og heldur því áfram.

Áhugasömum er bent á viðburðinn Eldhúspartý verður í HAF Store á morgun, föstudaginn klukkan 17.00.

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -