Rólegt var yfir undirheimum og öðrum kimum samfélagsins í nótt. Helst var til tíðinda hjá lögreglunni að tilkynnt var um óvelkoma aðila í bílakjallara við Austurbakka. Þeir voru horfnir sporlaust á braut þegar lögreglu bar að garði.
Umferðaróhapp í varð í austurborginni. Tvær bifreiðar óökufærar en engin slys á fólki.
Lögreglan stóð ökumann af ofsaakstri. Sá mældist vera á 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var kærður fyrir of hraðan akstur og sviptur ökuréttindum til bráðarbirgða. Hann á von á hárri sekt vegna málsins.
Akstur bifreiðar var stöðvaður þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt var um hættulega staðsetta bifreið í Breiðholti. Þar var ökumaður að skipta um hjólbarða á bifreið sinni. Slæm færð og lélegt skyggni var á svæðinu og mikil og hröð umferð. Af þessu hlaust talsver hætta. Lögreglan mætti til aðstoðar og tryggði að dekkjaskiptin yrðu slysalaus. Bláu ljósin tendruð, til varnar ökumanninum sem náði að ljúka verki sínu og hélt sína leið, heill á húfi.
Einn var handtekinn í gærdag vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.