Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Bleikur demantur slær öll met og selst á 6,2 milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bleikur demantur sem kallaður er Pink Legacy seldist á rúma 6,2 milljarða króna í gær. Demanturinn er tæp 19 karöt.

Óvenjulega stór bleikur demantur seldist í gær fyrir upphæð sem nemur um 6,2 milljörðum króna. Aldrei áður hefur bleikur demantur selst á svo háa upphæð.

Demanturinn er kallaður Pink Legacy.

Uppboðshúsið Christie´s í Genf í Sviss sá um sölu demantsins og bandaríska skartgripafyrirtækið Harry Winston mun hafa keypt demantinn. Þessu er sagt frá á vef CNN.

Demanturinn er kallaður Pink Legacy og er 18,96 karöt. Yfirmaður skartgripadeildar uppboðshússins, Rahul Kadakia, segir að um einstakan stein sé að ræða. „Þetta er einn vandaðasti bleiki demantur heims, hvað lit og stærð varðar. Söluverðið sannar það,“ sagði Kadakia og benti á að aldrei fyrr hefur jafn hátt verð fengist fyrir hvert karat.

Demanturinn hefur vakið mikla athygli sökum gæða en hann hefur fengið gæðastimpilinn „Fancy Vivid“. Demantar með þann stimpil eru sjaldan stærri en 10 karöt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -