Samkvæmt spá Veðurstofunnar liggur lægðabrautin yfir landið í dag og, sem næstu daga; spáð er áframhaldandi vætutíð.
Í dag er spáð suðvestanátt og sunnan 5-13 m/s – en búast má við hvössum vindi við suðausturströndina, í það minnsta fram eftir degi.
Þá léttir heldur til norðaustanlands seinna í dag, en bætir þá heldur í úrkomu á öðrum landshlutum í kvöld.
Þessi viðvarandi lægðagangur viðheldur breytilegri vindáttinni, og þessu úrkomusama veðri.
Um miðja næstu viku er síðan útlit fyrir norðlæga átt; kólnandi veður verður en þó einkum um landið norðanvert.