Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Blóðdagar hjá Íslandsbanka: Atli Rafn og Ásmundur misstu vinnuna um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sannkallaðir blóðdagar eru hjá Íslandsbanka þar sem topparnir fjúka einn af öðrum. Um helgina fylgdu tveir stjórnendur í kjölfar Birnu Einarsdóttur og hættu störfum. Atli Rafn Björnsson, sem stjórnaði fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, hætti í gær. Áður höfðu Birna Einarsdóttir og Ásmundur Tryggvason vikið úr störfum sínum vegna áfellisdóms um störf þeirra sem felst í skýrslu Fjármálaeftirlitsins. Vísir greinir frá því að Ellert Hlöðversson, sem leitt hefur verðbréfamiðlun Íslandsbanka frá því á síðasta ári, taki við starfi Atla Rafns. Búsit er við að fleiri úr starfsliði bankans eigi eftir að víkja.

Mikill þrýstingur er á stjórn Íslandsbanka að upplýsa hveð felst í starfslokasamningum Birnu Einarsdóttur og annarra sem eru brotlegir að mati Fjármálaeftirlitsins og kostuðu bankann sekt upp á 1200 milljónir króna. Stjórnin hefur sagt að starfslokasamningur Birnu muni koma fram í árshlutauppgjöri bankans. Tveir nefndarmenn í fjárlaganefnd, Þórarinn Ingi Pétursson og Bryndís Haraldsdóttir, hafa krafist þess að starfslokasamningur Birnu verði gerður opinber.

Gengi bréfa Íslandsbanka skrapar botninn. Brotthvarf bankastjórans hafði lítil áhrif til að lyfta genginu. Dagurinn í dag mun svo leiða í ljós hvernig fjárfestar taka brotthvarfi stjórnendanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -