Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Andlit meints ofbeldisfólks skyggð – Blóðmerum misþyrmt með höggum og spörkum á nýjum myndböndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvenn erlend dýraverndunarsamtök hafa birt myndefni frá íslenskum sveitabæjum þar sem fylfullum hryssum er misþyrmt með höggum og spörkum. Stöð 2 birti myndskeiðin í gærkvöld. Ekki er upplýst á hvaða sveitabæ efnið er tekið upp andlit ofbeldisfólksins eru skyggð. Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir á Stöð 2  að umrætt myndefni sýni ljótan veruleika sem blóðmerar búa við.

Upplýst er á Stöð 2 að þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafi undir höndum mikið magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þessi sömu samtökvöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi.

Í ágúst síðastliðnum lýstu umrædd dýraverndunarsamtök miklum vonbrigðum þegar Matvælastofnun ákvað síðsumars að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna.

Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart.

„Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður,“ sagði Rósa við Stöð 2 og efast um að þörf sé á því að sækja hormóninn sem sóttur er í hryssurnar til að gefa sprauta í svín og auka frjósemi þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -