Erlendur ferðamaður var svo seinheppinn að detta um blómaker sem varð á vegi hans í nótt og meiða sig talsvert í andliti. Lögreglan var á vaktinni og mætti á staðinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.
Nóttin var að öðru leyti róleg að mestu. Nokkuð var um drukkna og dópaða ökumenn sem voru staðnir að verki.
17 ára ökumaður var stöðvaður fyrir meinan hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er aðeins 17 ára og búinn að hafa ökuréttindi í nokkra daga. Vandinn var sá að þrátt fyrr sýnilegan hraðakstur tókst ekki að ná hraðamælingu. Drengurinn fékk því aðeins tiltal og var meint afbrot hans kynnnt forráðamanni.