Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Board Games er innblásið af æsku skákmeistarans Bobby Ficher

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikael Máni Trio sendir frá sér lagið Board Games sem jafnframt er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu tríósins Bobby. Platan er frumburður tríósins. Tríóið skipa þeir Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Skúli Sverrisson á bassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur og víbrafón.

Mikeal Máni hafði ungur mikinn áhuga á tafli og varð ævisaga Bobby Fisher, Endatafl, kveikjan að hugmyndinni bak við plötuna sem mun koma út í maí. Lögin eru skáldlegar túlkanir á köflum úr ævisögunni en á sama tíma fangar hvert lag eitthvað almennt í mannlegu eðli sem allir hafa upplifað á einhverjum tímapunkti.

„Listamaðurinn tekur alltaf eitthvað úr eigin lífi og deilir í tónsmíðum sínum, þannig verður vonandi til eitthvað sem er einlægt og skapandi. Jafnvel þó að lögin séu innblásin af Bobby Fisher þá nota ég alltaf atburði eða eitthvað í fari fólks sem ég þekki persónulega. Þannig er auðveldara fyrir mig og meðspilara mína að túlka hana.“

Sem barn var Bobby Ficher oft einn heima þar sem honum leiddist og var einmana. Það sem breytti lífi hans var þegar hann uppgötvaði borðspil og þrautir. Hann gat algjörlega gleymt sér og eytt heilum degi í að spila. Í framhaldi af því uppgötvaði hann skák sem hann fékk þráhyggju fyrir og átti einn dag eftir að breyta sögu skáklistarinnar. Lagið reynir að ná fram barnslegu gleðinni sem þú upplifir þegar þú gleymir þér í heimi ástríðu þinnar.

Í bæklingnum sem fylgir plötunni eru stuttir textar um söguna á bak við hvert lag og tenginguna við Bobby, svipaður og þessi hér fyrir ofan. Þannig getur hlustandinn stjórnað upplifun sinni og valið hvort að hann/hún vilji hlusta á tónlistina með tómum huga eða að bæta annari vídd í tónlistina með því að hafa tenginguna við Bobby í huga sér.

Þetta heildræna listaverk er hugrænn taflleikur sem andar fersku lofti inn á jazz-senuna. Ný rödd, hljóðfæraleikari sem elskar texta og jazz og blandar saman vitsmunalegri hljóðfæratónlist við einlægni lagasmiðs.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -