Fimmtudagur 12. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Boðið á kvikmyndahátíð í Flórída

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er alveg í skýjunum með þetta, en satt best að segja átti ég ekki von á þessu,“ segir Ingunn Mía Blöndal, höfundur og önnur aðalleikkona stuttmyndarinnar Fyrirgefðu, eða I´m sorry, sem hefur verið boðin þátttaka í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Dunedin sem fer fram í Flórída, Bandaríkjunum í janúar á næsta ári.

Myndin sem er í leikstjórn Lovísu Láru Halldórsdóttur segir af lesbísku pari sem á í ofbeldisfullu ástarsambandi og byggir á reynslu Ingunnar sjálfrar af því að vera þolandi heimilisofbeldis. „Ég vildi gera þessa mynd þar sem mér finnst mikilvægt að varpa ljósi á þá tegund ofbeldis sem allt of sjaldan er fjallað um, ofbeldi þar sem konur eru gerendur. Ég tala nú ekki um ofbeldi í hinsegin samböndum, það er enn algjört tabú í okkar samfélagi að ræða það, sem gerir mig alveg brjálaða. Það þarf að opna þá umræðu af viti,“ segir hún.
Óhætt er að segja að ferill Ingunnar sem kvikmyndagerðarkonu fari vel af stað því Fyrirgefðu verður líka sýnd á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni síðar í mánuðinum. Þá var fyrri mynd Ingunnar, stuttmyndin Ursula Undone, meðal annars sýnd á Stock Fish-kvikmyndahátíðinni á síðasta ári og sigraði örmyndakeppni RÚV.

„Ég vildi gera þessa mynd þar sem mér finnst mikilvægt að varpa ljósi á þá tegund ofbeldis sem allt of sjaldan er fjallað um, ofbeldi þar sem konur eru gerendur.“

Spurð að því hvort þessi góða byrjun sé ekki hvatning til að halda áfram á sömu braut, segir Ingunn að á því leiki ekki nokkur vafi. „Við Lovísa erum að vinna saman að nokkrum verkefnum en það eru allt verk í vinnslu,“ segir hún. „En, stutta svarið er jú, ég vil klárlega gera fleiri myndir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -