Í dag verður boðið upp á suðaustlæga eða breytilega vindátt á landinu í dag; 3-8 m/s og nokkuð víða skúrir – einkum síðdegis.
Hiti mun verða á bilinu 8 til 15 stig.
Hvað morgundaginn varðar þá kemur djúp lægð að landinu úr suðri; fer þá að rigna með norðaustan strekkingi.
Nokkuð hvassviðri verður á Suðausturlandi; ekki er ráðlagt að vera á ferðinni á bílum er taka á sig mikinn vind, en það ætti að lægja annað kvöld.
Talsverðri rigningu er spáð með lægðinni, mest verður hún á Austfjörðum.
Kemur fram að lægðin fer norðvestur yfir landið á þriðjudag; þá mun snúast í suðvestan kalda með vætu af og til.
Hiti verður væntanlega á bilinu 10 til 18 stig; hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.