Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Boeing 737 Max nauðlenti í Orlando

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boeing 737 Max-vél bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines þurfti að nauðlenda á alþjóðaflugvellinum í Orlando í dag.

Þetta kemur fram kemur á FOX35.

Vélin hafði farið í loftið frá alþjóðaflugvellinum í Orlando skömmu áður en henni var snúið við vegna bilunar og þurfti hún að nauðlenda.

Samkvæmt banda­rískum flug­mála­yf­ir­völdum kom upp vélarbilun en flugmaður og aðstoðarflugmaður voru um borð.

Spurningar hafa þegar vaknað um öryggi Boeing 737 Max vélanna eftir mannskætt flugslys í Eþíópíu fyrr í mánuðinum. Allir 157 um borð létust. Var það annað flugslysið á skömmum tíma þar sem flugvél af þessari tegund fell til jarðar, en flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október. Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Icelandair tók þrjár Boeing 737 Max flugvélar úr rekstri um óákveðinn tíma, eftir að flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund. Engu að síður telur félagið að vélarnar séu öruggar og á von á sex vélum af sömu gerð á næstu vikum.

Spurning er hvort og þá hvaða áhrif þessi tíðindi frá Orlondo mun hafa á notkun vélanna hjá Icelandair.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -