Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Bók um Geirfinnsmálið lýsir villigötum lögreglu: Geirfinnur sagður hafa verið myrtur heima hjá sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný bók um Geirfinnsmálið, Leitin að Geirfinni, kemur út í dag þegar hálf öld er liðin frá hvarfi Keflvíkingsins sem hvarf sporlaust eftir að hafa skroppið út í búð eftir tóbaki.

Sig­urður Björg­vin Sig­urðsson, höf­und­ur bókarinnar, Leit­in að Geirfinni, segist vita hvað henti Geirfinn Ein­ars­son að kvöldi 19. nóv­em­ber 1974. Hann segir að Geirfinn­ur hafi beðið bana í átök­um framan við heimili sitt en það teng­ist ekki því sem lög­regl­an og sak­sókn­ari héldu fram og dæmt var eft­ir í Hæsta­rétti árið 1980 þegar réttarmorð var framið á Sævari Ciesielski og fleri ungmennum. Þau fengu uppreist æru árið 2018.

Í bók­inni segir að öskur hafi borist frá heimili Geirfinns. Ná­granni Geirfinns seg­ist hafa orðið vitni að átök­um við heim­ili Geirfinns að kvöldi 19. nóv­em­ber. Sá var þá á barns­aldri. Geirfinn­ur hafi legið eft­ir, annaðhvort lát­inn eða stór­slasaður, en barnið flúði að sögn skelkað heim til sín.

Sig­urður og þeir sem aðstoðu hann við gerð bók­ar­inn­ar ætla að  koma gögn­um og vís­bend­ing­um sem þau hafa und­ir hönd­um til embætt­is rík­is­sak­sókn­ara.

„… En þess­ar upp­lýs­ing­ar eiga heima hjá sak­sókn­ara. Yf­ir­völd geta not­ast við rann­sókn­ar­heim­ild­ir sem ég get ekki. Að mínu mati þarf að ljúka þessu máli og það ætti ekki að vera erfitt þótt vita­skuld megi fara var­lega að fólki,“ sagði Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Leirfinnur.

Í bók­inni er því haldið fram að máls­at­vik hafi verið með allt öðrum hætti en rann­sókn­in gekk út á. Geirfinn­ur hafi ekki átt stefnu­mót við neinn í Hafn­ar­búðinni held­ur hafi ein­fald­lega keypt sér síga­rett­ur. Hann hafi ekki fengið sím­tal eft­ir að hann kom heim og hafi ekki gengið heim held­ur fengið far.

- Auglýsing -

Í bók­inni er bent á að lög­regl­an hafi aldrei rætt við ná­granna Geirfinns en bók­ar­höf­und­ur hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að ná­grann­ar hafi heyrt ösk­ur koma frá heim­ili Geirfinns um kvöldið. Svipaða frá­sögn er að finna í skýrslum lög­regl­u.

Jón Grímsson árið 2016 með einu barnabarna sinna.

Koma Geirfinns í Hafnarbúðina var talin lykilatriði hvað örlög hans varðar. Annar maður átti einnig að hafa komið þar og var sá talinn vera líklegur gerandi. Stytta var gerð eftir lýsingu sjónarvotta og nefnd Leirfinnur. Seinna kom á daginn að lýsingin passaði við Jón Grímsson, þáverandi starfsmann í Sigöldu, sem lýsti því í bókinni Ameríska draumnum þegar hann kom í Hafnarbúðina til að hringja. Hann hafði komið til Keflavíkur frá Reykjavík til að ná í bifreið og hringdi til að fá leiðbeiningar.  Óumdeilt er að Jón, sem lést fyrir örfáum árum, hafði ekkert með hvarf Geirfinns að gera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -