Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-13.2 C
Reykjavik

Bókin um Trump rýkur út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bók Mary Trump um föðurbróður hennar, Donald Trump bandaríkjaforseta, rýkur út.

950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi í sölu og situr bókin í efsta sæti á metsölulista Amazon.

Bókin „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man,” sem útleggst á íslensku sem: „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims,” fjallar um æsku og uppeldi Donald Trump, og hvaða áhrif fjölskylda hans hafði á hann.

Bókarkápan og Mary Trump

Mary Trump dregur upp slæma mynd af föðurbróður sínum í bókinni, og lýsir honum sem fáfróðum hrokagikk. og í henni rekur hún samband hans við föður hans, Fred Trump, sem er afi Mary. Segir hún afa sinn vera siðblindan.

Mary Trump er doctor í klínískri sálfræði og segist hún myndu greina frænda sinn sem sjálfsdýrkanda eða narsissista.

Ættingjar þeirra hafa mótmælt útgáfu bókarinnar, en Mary Trump mun ekki vera í miklum samskiptum við þau, ef einhverjum. Robert, bróðir Donalds, og Fred, föður Mary, höfðaði dómsmál án árangurs til að stöðva útgáfu bókarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -