Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bóluefni til Íslands tefst – Helmingi færri skammtar afhentir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland. Samkvæmt frétt í Financial Times verður afhendingunni  dreift jafnt yfir öll þau ríki sem áttu að fá bóluefnið.

Áætlun AstraZeneca sem gefin var út um miðjan mars gerði ráð fyrir að í komandi viku yrðu afhentar 2,6 milljónir skammtar en þeir verða ekki nema 1,3 milljónir segir í frétt frá RÚV.

Talsmenn fyrirtækisins tjáðu Evrópusambandinu í síðustu viku að gera þyrfti prófanir á efninu í sendingunni og að henni yrði fljótlega komið til skila. Jafnframt var fullyrt að staðið yrði við loforð um 70 milljónir skammta á öðrum ársfjórðungi.

Tafirnar eru áfall fyrir ríki Evrópu þar sem hægar hefur gengið að bólusetja fólk en í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael. Bóluefnið er þó ekki jafnmikilvægt bólusetningaráætlunum ríkjanna á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta.

Í frétt Financial Times er haft eftir einstaklingi sögðum kunnugur samskiptum lyfjafyrirtækisins og ríkjasambandsins að nánast ekkert yrði afhent af bóluefninu í næstu viku og að þannig myndi framhaldið verða.

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa ekki getað leynt óánægju sinni vegna þessarar þróunar.

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði AstraZeneca ekki hafa útskýrt þennan skyndilega og óvænta samdrátt í afhendingu og ýjaði að því að fyrirtækið hefði jafnvel selt sama skammtinn tvisvar eða þrisvar sinnum.

- Auglýsing -

Talsfólk AstraZeneca þvertók fyrir það og benti á að bóluefnið hefði verið þróað, framleitt og afhent án nokkurs fjárhagslegs ávinnings fyrir fyrirtækið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -