Bólusetningar barna hefjast í dag en er efnið ætlað börnm á aldrinum 5 til 11 ára. Börnin mæta með forráðamanni og tímasetning ræðst á fæðingarmánuði en eru systkini velkomin á sama tíma.
Fyrir höfuðborgarsvæðið fara bólusetningarnar fram í Laugardalshöll milli klukkan 12 og 18 en í dag eru börn í eftirfarandi skólum skráð:
Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og Reykjavík, Engidalsskóla, Engjaskóla, Fellaskóla, Hofsstaðaskóla, Kópavogsskóla, Klébergsskóla, Krikaskóla, Lindaskóla, Landakotsskóla, og Selásskóla.
Þá er tekið fram að hægt er að tilkynna í móttöku sé barnið viðkvæmt og fái það þá meira næði meðan bólusetning fer fram. Þá eru börn sem hafa sögu um bráðaofnæmi fyrir öðrum bóluefnum ekki talin eiga að þiggja bólusetninguna nema í sérstöku samráði við lækni. Þeir foreldrar sem þiggja ekki bólusetningu fyrir börnin mega sækja barn sitt í skólann og fara með það heim á sama tíma og jafnaldrar eru bólusett.