Landsmenn munu ekki mæta í Laugardalshöll í bólusetningar eftir áramót. Til stendur að færa bólusetningar gegn kórónuveirunni í annað húsnæði þar sem yfirhugaðar framkvæmdir í höllinni séu nú á næsta leyti.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins gat ekki svarað því hvert bólusetningar yrðu færðar að svo stöddu. Greindi Morgunblaðið frá þessu í morgun.
Sagði Ragnheiður í viðtalinu að fólk fengi sprautuna í anddyrinu fram að áramótum.
„Við förum ekki inn í salinn vegna þess að það eru ekki margir að koma en svona verður þetta fram að áramótum“.
Sprautað verður í höllinni örfráa daga í viðbót. Í næstu viku verður opið milli klukkan tíu og þrjú á daginn en aðeins frá tíu til tólf milli jóla og nýárs.