Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bóndi neglir Brynjar Níelsson: „Talarðu um fólk sem deyr úr Covid 19 sem baunir?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að Magnús Kristjánsson, gistibóndi í Mjóanesi á Héraði, hafi tekið Brynjar Níelsson þingmann í bakaríið í rökræðum sem þeir áttu á Facebook í gær. Magnús skrifaði stöðufærslu þar sem hann fór í nokkuð löngu máli yfir mikilvægi sóttvarnaraðgerða. Þá færslu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Björn Birgisson vekur athygli á rifrildinu.

Brynjar fór fljótt í að uppnefna Magnús baunateljara en þá svaraði hann svo fyrir sig: „Talarðu um fólk sem deyr úr Covid 19 sem baunir?“

Stuttu síðar var Brynjar svo mættur í athugasemdir og byrjuðu þeir að þrasa fram og til baka. Rifrildið snerist fyrst og fremst um efnahagsmál en Magnús er á því máli líf Íslendinga séu mikilvægari en aurar og krónur. Hann telur að ef reynt verði að ná svokölluðu hjarðarofnæmi þá þýðir það að hundruð Íslendinga deyja. Hann segir að efnahagurinn geti þolað bið þar til bóluefni kemur.

„Sé litið á efnhagsleg áhrif þá eru þau fyrst og fremst vegna þess að ferðamenn koma ekki. Það eru hvort sem er öll lönd búin að loka á okkur þar sem smitstuðullinn er svo hár hér heima. Við sem þjóð eigum 950 miljarða í gjaldeyri þannig að það er ekkert vandamál næsta árið eða meðan að bólusetning verður klár. Halli ríkissjóðs er ekkert vandamál því það er Seðlabankinn sem kaupir ríkisskuldabréfin (við eigum SÍ) við skuldum okkur sjálfum,“ skrifar Magnús.

Brynjar og Magnús fóru fljótt að rífast í athugasemdum og Brynjar hóf mál sitt svo:

„Ert þú einn af þeim sem heldur að hægt sé að taka endalaust að láni og þurfa jafnvel ekki að borga til baka? Svo snýst þeta ekki bara um okkur heldur heiminn allan. Í bylgjunni sem nú stendur yfir hafa 3500 sýkst samkvæmt Kára en enginn hefur látist. Tugþusundir hafa misst vinnuna og lífsviðurværi sitt og margir munu tapa öllum sínum eignum. Þetta mun leiða til þess að atvinnulífið verður lamað og laskað til fjölda ára, sem leiðir til þess að heilbrigðiskerfið mun veikjast með tilheyrandi dauðsföllum, sem verða margfalt á við þessa veiru. Fátækt í heiminum mun aukast og sennilega hundruð milljóna deyja þess vegna. Sumir setja dæmið svona upp og mér finnst það meira sannfærandi en þitt dæmi.“

- Auglýsing -

Magnús svaraði til baka að hann væri tilbúinn að ræða efnahagsmál í þaula. Því svaraði Brynjar: „Það er þekkt að nota tölur til að losna við rökræðuna, Magnús. Við köllum ykkur baunateljara.“

Því svaraði Magnús: „Snúm okkur að tölfræðinni. Tölur notaðar af „baunateljara“. Aumara svar hef ég ekki séð. Ég er bara með hreinar tölur frá því sem er raun og bendi á að sjúkrahúsin ráða ekki við nema takmarkaðan fjölda og sá fjöldi sem ekki kemst inn á sjúkarhus deyr heim hjá sér. Þegar að þú leggur þetta saman og við eigum nóg af pening, vilt þá fórna fólki eða hvað er málið?“

Þá sagði Brynjar: „Nei, þú ert með tölur frá því í byrjun og aðstæður aðrar. Svo þarf ekki alltaf sjúkrahús til að meðhöndla sjúklinga. En hvað segir baunateljarinn við rökum mínum við afleiðingar þessara miklu lokana? Svaraðu þeim í stað þes að nota gamlar tölur og veltu því fyrir þér hvort hægt sé að verja gamla og veika fyrir með öðrum hætti en að loka loka fyrir atvnuurekstur, loka leiksvæðum barna og öðrum svæðum þar sem fullfrískir eru við leik og störf.“

- Auglýsing -

Því svaraði Magnús: „Við vitum að ef 10% þjóðarinnar sýkist þá eru það 36.000 mans og 3,3% þurfa á sjúkrahús eða tæplega 1.200 mans og við vitum að sjúkrahúsin taka ekki við þessu.“

Þeir héldu áfram að rífast fram og til baka en að lokum kom Magnús með svarið sem var nefnt í upphafi. Eftir það sagði Brynjar ekkert.

„Brynjar minn það sem ég er að kalla eftir eru rök í áttina með eða á móti því sem gert hefur verið. Mitt mat er að harðar aðgerðir sem allir fylgja í skammantíma eru bestar, út frá lýðheilsu, efnahag o.s.frv. Ég hef komið með talana staðreyndir um tölur hvort sem er vegna sjúkdóms eða efnahags og þau sókanrtækifæri sem felast í slíku og það er byggt á þekkingu í ferðaþjónustunni. Það að vera kallaður baunateljari skiptir mig engu og mér finnast það léleg mótrök. En ein spurning frá mér til þÍn Binni minn. Talarðu um fólk sem deyr úr Covid 19 sem baunir?“

Smá um Covid 19 – sóttvarnaraðgerðir og lifið okkarÞetta er smá langt en vel þess virði að lesa og hugsa út íÞað er…

Posted by Magnús Kristjánsson on Mánudagur, 12. október 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -