Mild hafgola sunnan úr höfum færist nú yfir eyjuna í norðri og og hlýrra loft ríkir á landinu næstu daga. Það hrollalda loft sem þjakað hefur sólarþyrsta og legið hefur yfir Íslandi undanfarnar vikur hörfar undan. Ekki verður talsverðu munur á sunnan- og vestanverðu landinu en hiti verður á bilinu 8 – 13 stig.
Þá telja veðursérfræðingar Veðurstofu að austanverðan á landinu verði umtalsverðar breytingar á hitastigi og að 20 stiga múrinn verði rofinn nú um helgina, þó skammvinnra skúra megi vænta víða.
Þó verða hviður og meðalvindur allhvass víða um land en hvassast verður á morgun, föstudag og því vísast að taka út ástand vegaveðurs á vef Vegagerðarinnar ef ætlunin er að elta sólina milli landshluta. Svona lítur þá helgarspáin út:
Föstudagur:
Suðvestan 8-15, en 10-18 á vestanverðu landinu. Skýjað og fer að rigna vestantil, en bjart með köflum austanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast á A-landi.
Laugardagur:
Minnkandi vestlæg átt og léttir víða til, en líkur á þoku við SV- og V-ströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A og SA-lands.
Sunnudagur:
Suðvestlæg átt, víða fremur hæg og þykknar upp, víða dálítil rigning um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á SA-landi.