Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Bongóblíða á landinu yfir helgina – Suðlæg hafgola og 20 stiga múrinn rofinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mild hafgola sunnan úr höfum færist nú yfir eyjuna í norðri og og hlýrra loft ríkir á landinu næstu daga. Það hrollalda loft sem þjakað hefur sólarþyrsta og legið hefur yfir Íslandi undanfarnar vikur hörfar undan. Ekki verður talsverðu munur á sunnan- og vestanverðu landinu en hiti verður á bilinu 8 – 13 stig.

Þá telja veðursérfræðingar Veðurstofu að austanverðan á landinu verði umtalsverðar breytingar á hitastigi og að 20 stiga múrinn verði rofinn nú um helgina, þó skammvinnra skúra megi vænta víða.

Þó verða hviður og meðalvindur allhvass víða um land en hvassast verður á morgun, föstudag og því vísast að taka út ástand vegaveðurs á vef Vegagerðarinnar ef ætlunin er að elta sólina milli landshluta. Svona lítur þá helgarspáin út:

Föstudagur:

Suðvest­an 8-15, en 10-18 á vest­an­verðu land­inu. Skýjað og fer að rigna vest­an­til, en bjart með köfl­um aust­an­lands. Hiti 8 til 22 stig, hlýj­ast á A-landi.

Laug­ar­dagur:

- Auglýsing -

Minnk­andi vest­læg átt og létt­ir víða til, en lík­ur á þoku við SV- og V-strönd­ina. Hiti 10 til 20 stig, hlýj­ast A og SA-lands.

Sunnu­dagur:

Suðvest­læg átt, víða frem­ur hæg og þykkn­ar upp, víða dá­lít­il rign­ing um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýj­ast á SA-landi.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -