Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Bonnie Tyler tryllir lýðinn með þessum kraftballöðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Velska söngdívan Bonnie Tyler stígur á sviðið Valhöll á tónlistarhátíðinni Secret Solstice annað kvöld klukkan 22.30, en það er óhætt að segja að margir Íslendingar hafi beðið með eftirvæntingu eftir að sjá dívuna þenja raddböndin.

Sjá einnig: Söngdívan Bonnie Tyler syngur fyrir Íslendinga í sumar.

Bonnie á aragrúa af þekktum lögum og er hvað þekktust fyrir stórar og miklar kraftballöður. Hún á þó líka sínar mjúku hliðar, en ef listar yfir lög sem hún hefur tekið á tónleikaferðalagi á þessu ári eru skoðaðir er mjög líklegt að við fáum að heyra þessi lög:

Have You Ever Seen the Rain?

Bonnie byrjar rólega með ábreiðu af þessu þekkta lagi sem Creedence Clearwater Revival gerði frægt.

It’s a Heartache

Annað rólegt lag, sem margir kannast við, sem Bonnie tekur yfirleitt í fyrri hluta tónleika sinna.

- Auglýsing -

Total Eclipse of the Heart

Ekki búast við því að Bonnie byrji á þessum þrumusmelli en líklegt er að þetta epíska lag komi um miðbik tónleikanna til að keyra stemninguna upp.

- Auglýsing -

Faster Than the Speed of Night

Það eru fá lög sem geta komið á eftir Total Eclipse of the Heart en þetta er eitt af þeim.

River Deep, Mountain High

Ábreiða Ike og Tinu Turner-smellsins passar vel rétt áður en Bonnie vindur sér í eitt af sínum þekktustu lögum.

Holding Out for a Hero

Þetta truflaða lag úr kvikmyndinni Footloose er auðvitað síðast á dagskrá. Geggjaður slagari sem á eftir að senda alla í sæluvímu út í nóttina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -