Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Borðaði 350 kaloríur á dag fyrir Balta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikkonan Shailene Woodley tók hlutverk sitt í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, mjög alvarlega. Í myndinni leikur hún Tami Oldham Ashcraft sem kemst í hann krappan þegar hún berst við að halda lífi í fellibyl úti á ballarhafi.

Shailene þurfti að grennast talsvert, enda að leika manneskju sem var strandaglópur á hafi úti án mikilla vista. Því þurfti leikkonan að líta út eins og hún væri að svelta.

„Síðustu tvær vikurnar fékk ég mér eina dós af laxi, gufusoðið spergilkál og tvær eggjarauður á hverjum degi – 350 kaloríur. Mér leið hræðilega,“ segir Shailene í viðtali við The Times sem birt var í dag.

Kveikti á myndavélunum þegar allir byrjuðu að æla

Hún segist hafa fengið sér áfengi á kvöldin til að geta sofnað á meðan á þessu sveltitímabili stóð.

„Ég get ekki sofið þegar ég er svöng. Þannig að ég fékk mér vínglas til að líða út af.“

Adrift er byggð á sannri sögu og var frumsýnd fyrir stuttu. Myndin hefur hlotið góða dóma víðs vegar um heiminn og gengið vel í kvikmyndahúsum.

Baltasar reffilegur á rauða dreglinum í London

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -