Anna Jónsdóttir, íbúi í Njarðvík varð vitni af virkilega fallegum atburði í Bónus í Njarðvík í gær. Anna segir í samtali við Mannlíf að hún hafi verið í röðinni á kassann þegar hún kom auga á unga konu og dóttur með fulla innkaupakerru af mat. „Konan var búin að raða öllum vörunum í pokann þegar kortinu var synjað.
Konan var alveg niðurbrotin þegar hún áttaði sig á því, að það væri ekki næg heimild inn á kortinu. Maður á næsta kassa sá atvikið, sneri sér við og borgaði allan reikninginn fyrir konuna án þess að spyrja um upphæðina. Ég veit ekki hvað hann heitir, en hann er úr Njarðvík.
Fallegt að sjá svona góðmennsku: „ég varð að segja ykkur frá þessu,“ segir Anna að lokum.