Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Borgaði margar milljónir fyrir að klæða stjörnur á Óskarnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekkert launungamál að kjólarnir sem frægustu konur heims klæðast á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem og öðrum hátíðum, eru fokdýrir. Þekkt er að stjörnur fái kjóla lánaða frá hönnuðum á stóra daginn, en það er talin ein besta auglýsingin sem hönnuðir fá í bransanum.

Hins vegar vita kannski færri að hönnuðurinn ber ekki aðeins kostnað af gerð kjólanna, sem hleypur á mörgum milljónum, heldur þarf einnig að borga sendingarkostnað undir klæðnaðinn til að koma honum til fræga fólksins.

Hönnuðurinn Christian Siriano talaði um þennan falda kostnað í útvarpsviðtali á dögunum.

„Það kostar svo mikinn pening að sérhanna þessa kjóla og senda þá út um allan heim,” segir Christian og bætir við:

„Ég meina, það getur kostað tvö þúsund dollara (200 þúsund krónur) að senda stóran kassa frá New York til Los Angeles yfir nótt.”

Christian segir að hann og teymi hans hafi sent um hundrað kjóla í hraðsendingu frá New York til Los Angeles það sem af er ári og því má áætla að kostnaðurinn bara við sendingar sé kominn upp í fimmtíu þúsund dollara, eða tæpar fimm milljónir króna. Þess má geta að stjörnur eins og Whoopi Goldberg, Kelly Ripa og Janet Mock klæddust allar hönnun eftir Christian á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár.

Þrátt fyrir þennan kostnað segir Christian að hann sé þess virði, þar sem oft sé eina leiðin til að fá svokallaðar A-lista stjörnur til að klæðast fötum sínum, sé að borga fyrir sendinguna.

Fabulous fittings with Kelly! #sundayglamour #christiansiriano

A post shared by Christian Siriano (@csiriano) on

- Auglýsing -

„Flestir eiga ekki pening fyrir sendingarkostnaðinum,” segir Christian og bætir við að auglýsingin sé í raun meira virði en þessi gríðarlegu fjárútlát.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -