Stór skjálfti mældist norðaustur af Lundarreykdal í Borgarfirði klukkan 00:05 í nótt.
Skjálftinn fannst vel í Borgarfirði, Borgarnesi og á höfuðborgarsvæðinu en mældist hann 3,7 að stærð.
Upptök skjálftans var á um 3 kílómetra dýpi og hefur á annan tug skjálfta mælst síðan þá. Skjálfti að þessari stærð hefur ekki mælst á svæðinu í áratugi en byrjuðu skjálftar á svæðinu við upphaf ársins. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa í hið minnsta tveir skjálftar yfir 3 mælst frá ársbyrjun.
Þykir merkilegt að hrinan sé sú stærsta á svæðinu frá upphafi mælinga á tíunda áratugnum er kemur fram á vef Morgunblaðsins.