Mánudagur 20. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Borgarfulltrúi ákærður fyrir peningaþvætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara. Sakarefni ákærunnar, sem er dagsett 28. júní, er peningaþvætti.

Júl­­íus Vífil var einn þeirra stjórn­­­mála­­manna sem voru opin­beraðir í Pana­ma­skjöl­unum og greint var frá í sér­­­stökum Kast­­ljós­þætti sem sýndur var 3. apríl í 2016. Þar kom meðal annars fram að hann hefði í árs­­byrjun 2014 stofnað félagið Silwood Foundation á Panama. Rík áhersla var lögð á það við stofnun félags­­ins að nafn Júl­í­usar Víf­ils kæmi hvergi fram í tengslum við félag­ið, samkvæmt umfjölluninni.

Tveimur dögum áður en að Kastljósþátturinn var sýndur sendi Júlíus Vífill frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að tilgangurinn með stofnun aflandsfélagsins væri að stofna eftirlaunasjóð í Sviss. „Allt sem við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur, enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið. Mér var ráðlagt að skrá stofnun sjóðsins í Panama. Ég hef hvorki fengið neitt greitt úr sjóðnum né haft af honum annars konar tekjur og hef ekki heimild til að ráðstafa fjármunum úr honum.”

Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi 5. apríl 2016, tveimur dögum eftir að þátturinn var sýndur.

Þann 5. jan­úar 2017 kærði skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri Júl­íus Vífil til emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota á skatta­lögum og vegna gruns um pen­inga­þvætti. Við síð­­­ara brot­inu getur legið allt að sex ára fang­els­is­­dóm­­ur. Í kærunni kom fram að Júl­­íus Víf­ill hafi átt fjár­­muni á erlendum banka­­reikn­ingum að minnsta kosti frá árinu 2005.

Ítarlega er fjallað um málið í Mannlífi dagsins og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -