Fimmtudagur 24. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Borgarstjórinn misstígur sig enn og aftur – Fyrst ævareiðir kennarar og nú Grafarvogsbúar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Grafarvogi eru ævareiðir vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra sem féllu í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar gerði hann lítið úr sjónarmiðum forsvarsmanna íbúasamtaka svæðisins sem eru á móti þeirri þéttingu byggðar sem boðuð í hverfinu og talaði niður til þeirra. Einar sagði óánægju um uppbyggingu í hverfinu aðallega koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og vísaði til formanns íbúasamtaka í Grafarvogi „sem einhverrar reiðrar konu“. Þessi ummæli borgarstjórans þykja lykta af fordómum gagnvart konum.

„Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma þar sem Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, misstígur sig í umræðunni. Þess er skemmst að minnast að hann stuðaði kennara með yfirlýsingum um veikindi þeirra og fjarveru frá nemendum. Hann neyddist til að biðjast afsökunar. Nú eru það íbúar í Grafarvogi sem fá að finna til tevatnsins.

Vísir fjallaði ítarlega um þessi mál. Deilurnar um Grafarvog snúa að því sem kallast ofurþétting byggðar. Íbúar krefjast þess að leitað verði lausna í samræmi við þarfir og óskir þeirra. Í yfirlýsingu frá íbúum í nágrenni við Sóleyjartún lýsa þau helstu áhyggjuefni sínu við uppbyggingu við Sóleyjartún í Grafarvogi. Þar er nefnd ofurþétting byggðar á grænu svæði, skuggavarp, ófullnægjandi bílastæðafjöldi og erfiðleikar við snjómokstur. Þá segja íbúarnir aukna umferð fylgja þéttingunni og að öryggi barna sé stefnt í hættu.

Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima.

„Hægt er að setja út á nánast allt sem fram kom í máli borgarstjóra í morgun en sér í lagi fullyrðingar hans um að samráð við íbúa hafi verið með stórkostlegu móti. Það er alls ekki upplifun okkar íbúa Grafarvogs. Þvert á móti hafa fæstir fengið nokkra kynningu eða boð um samtal,“ segir í yfirlýsingu íbúasamtakanna.

- Auglýsing -

Undir yfirlýsinguna skrifa þau Sigrún Ásta Einarsdóttir, Vignir Þór Sverrisson, Elísabet Einarsdóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, Berglind Kristinsdóttir og Jóhanna Lilja Hom. Á annað þúsund manns hafa skriflega mótmælt áformunum um byggingar við Smárarima og Sólayjarrima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -