Breskir fjölmiðlar eru að fara á límingunum yfir rusli í bíl Boris Johnson, sem líklega verður næsti forsætisráðherra Bretlands, en þar mátti einnig finna heimsbókmenntir eins og Tinna-bókina Bláa lótusinn – á frönsku. Auk þess er eintak af Brittanicu í bílnum.
The Guardian fær þrifabloggara til þess að sálgreina Johnson út frá ruslinu í bílnum hans og flest helstu dagblöð landsins hafa fjallað um málið og The Sun voru með nákvæma grafík og innihaldslýsingar – mögulega til marks um að gúrkutíðin sé hafin í breskum fjölmiðlum. Times fjallar um málið og segir ólíklegt að bretar kaupi bílinn hans Boris þótt hann fái ráðherrastól.
Times gengur raunar lengra og setur málið í samhengi við vantraust í garð Boris meðal almennings í Bretlandi. Boris nýtur mikilla vinsælda í íhaldsflokknum en skortir nokkuð traust utan flokksins. Fyrirtækið YouGov gerð könnun fyrir The Times og spurði almenning hvort þau myndu kaupa notaðan bíl af Boris. 13% tóku vel í það en 59% svöruðu neitandi.
Journalistically, this feels like something new under the sun. If a candidate stays low, knock up a graphic to show what the inside his car says about him…https://t.co/o873nfSXFp
— Colin Brazier (@colinbraziersky) June 18, 2019
Á samfélagsmiðlum eru skiptar skoðanir um bílinn. Ýmsir hafa áhyggjur af því að sama óreiða muni fylgja forsetatíð Borisar en sumir koma honum til varnar, eins og t.d. Twitter-notandinn Ace Fun Luxury sem segir: „Ég hata Boris Johnson jafn mikið og allir aðrir en horfumst í augu við staðreyndir – ef fólk væri dæmt fyrir ástandið á bílnum sínum væru allar stelpur í fangelsi.“
I hate Boris Johnson as much as the next person but let’s face it – if people were judged for the state of their cars almost all girls would be in prison https://t.co/auunSv8gev
— ace fun luxury (@lucyvfurneaux) June 19, 2019
Á Twitter er notandinn Chester Drawers svo vonsvikin með Guardian. „Hvaða máli skiptir þetta samanborið við það mikilmennskubrjálæði hans að halda að hann geti stýrt landinu okkar og á meðan umræðan er dreginn niður á þetta plan, það er einmitt svona sem hann kemst að – popúlismi í framkvæmd!
this asinine piece is too disappointing. idc what his car looks like when there’s the small matter of his mendacious, megalomaniac desire to run our country. his very being lowers the standard of debate and that’s how he gets through. populism in action! https://t.co/k1Tq60UWnk
— chester drawers (@SugarSpunHope) June 20, 2019