Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Boris á milli tannanna á breskum fjölmiðlum vegna sóðaskaps

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskir fjölmiðlar eru að fara á límingunum yfir rusli í bíl Boris Johnson, sem líklega verður næsti forsætisráðherra Bretlands, en þar mátti einnig finna heimsbókmenntir eins og Tinna-bókina Bláa lótusinn – á frönsku. Auk þess er eintak af Brittanicu í bílnum.

The Guardian fær þrifabloggara til þess að sálgreina Johnson út frá ruslinu í bílnum hans og flest helstu dagblöð landsins hafa fjallað um málið og The Sun voru með nákvæma grafík og innihaldslýsingar – mögulega til marks um að gúrkutíðin sé hafin í breskum fjölmiðlum. Times fjallar um málið og segir ólíklegt að bretar kaupi bílinn hans Boris þótt hann fái ráðherrastól.

Times gengur raunar lengra og setur málið í samhengi við vantraust í garð Boris meðal almennings í Bretlandi. Boris nýtur mikilla vinsælda í íhaldsflokknum en skortir nokkuð traust utan flokksins. Fyrirtækið YouGov gerð könnun fyrir The Times og spurði almenning hvort þau myndu kaupa notaðan bíl af Boris. 13% tóku vel í það en 59% svöruðu neitandi.

Á samfélagsmiðlum eru skiptar skoðanir um bílinn. Ýmsir hafa áhyggjur af því að sama óreiða muni fylgja forsetatíð Borisar en sumir koma honum til varnar, eins og t.d. Twitter-notandinn Ace Fun Luxury sem segir: „Ég hata Boris Johnson jafn mikið og allir aðrir en horfumst í augu við staðreyndir – ef fólk væri dæmt fyrir ástandið á bílnum sínum væru allar stelpur í fangelsi.“

Á Twitter er notandinn Chester Drawers svo vonsvikin með Guardian. „Hvaða máli skiptir þetta samanborið við það mikilmennskubrjálæði hans að halda að hann geti stýrt landinu okkar og á meðan umræðan er dreginn niður á þetta plan, það er einmitt svona sem hann kemst að – popúlismi í framkvæmd!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -