Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dvaldi á gjörgæslu í nótt, aðra nóttina í röð, að því er fram kemur á vef bresku fréttastofunnar BBC.
Eins og kunnugt er greindist forsætisráðherrann með Covid-19 smit fyrir tólf dögum og var fluttur á gjörgæslu í gærdag, mánudag, í samráði við lækna. Fylgst er náið með líðan Johnson, sem hefur enn sem komið er ekki þurft á öndunarvél að halda en hefur verið gefið súrefni. Unnusta Johnson, Carrie Symonds, sem ber barn undir belti, veiktist einnig af Covid-19 en er sögð vera á batavegi.
Sjá einnig: Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús