Carrie Symonds, unnusta Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, fæddi son í morgun. Parið sendi fyrir skömmu frá sér tilkynningu þar sem staðfest var að hún hefði eignast „heilbrigðan son á sjúkrahúsi í London fyrr í morgun.“ Talskona forsætisráðherrann segir í samtali við The Guardian að bæði móður og barni heilsist vel og að parið sé í skýjunum með soninn.
Vangaveltur höfðu verið uppi um það hvort Johnson væri orðinn veikur aftur eftir að tilkynnt var að utanríkisráðherrann, Dominic Raab, myndi verða staðgengill hans í fyrirspurnartíma forsætisráðherra frá leiðtoga Verkamannaflokksins, Keir Starmer, í dag en nú er skýringin á fjarveru forsætisráðherrans fengin.
Boris Johnson sneri aftur til vinnu á mánudaginn eftir þriggja vikna fjarveru vegna sýkingar af Covid-19, sem meðal annars leiddi til þess að hann var þrjár nætur á gjörgæsludeild.
Sjá einnig: Fyrrverandi eiginkonan og börnin sögð miður sín