Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Boris Johnson snúinn aftur í vinnuna eftir veikindin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er snúinn aftur til vinnu í höfuðstöðvar ríkisstjórnar Bretlands við Downingstræti 10. Johnson hefur undanfarið verið í veikindaleyfi vegna COVID-19 smits en hann greindist með sjúkdóminn fyrir mánuði. Johnson þurfti að dvelja á gjörgæsludeild í þrjá daga vegna veikindanna.

Stór verkefni bíða Johnson en taka þarf ákvarðanir um næstu aðgerðir Bretlands vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19.

Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að taka við sér þegar veiran hóf að breiðast út í Bretlandi. Núna er hann undir pressu að aflétta ýmsum takmörkunum sem hafa verið settar þar í landi.

Heilbrigðisráðherra Bretlands Edward Argar hefur þó sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að slaka á þrátt fyrir að fólk sé orðið óþreyjufullt.

Staðfest smit í Bretlandi eru orðin rúmlega 124 þúsund og staðfest dauðsföll af völdum COVID-19 eru 20.795 samkvæmt upplýsingum á vef Johns Hopkins-háskólans en óttast er að tala látinna í Bretlandi sé mun hærri.

Sjá einnig: Boris Johnson enn á gjörgæslu og gefið súrefni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -