Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Boris Johnson ver brot aðalráðgjafa síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir á daglegum blaðamannafundi ríksisstjórnarinnar í dag að hann ætlaði ekki að krefjast afsagnar aðalráðgjafa síns, Dominics Cummings, vegna brota þess síðarnefnda á reglum um útgöngubann í Bretlandi. Johnson segir Cummings hafa sýnt ábyrgð og farið að lögum. „Hann gerði það sem allir feður myndu gera,“ sagði Johnson á fundinum.

Forsaga málsins er sú að Cummings fór að minnsta kosti tvisvar akandi þvert yfir England til að heimsækja foreldra sína og koma syni sínum í pössun eftir að bæði hann og eiginkona hans sýndu einkenni Covid-19. Málið hefur vakið gríðarlega reiði í Bretlandi fjölmiðlar og Twitterreikningar hafa beinlínis logað af bræði og meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins sem hafa opinberað andstöðu sína við skoðun Johnsons og krafist þess að Cummings segði af sér.

Ýmist frægðarfólk hefur sömuleiðis tjáð sig um málið með afgerandi hætti. Piers Morgan, stjórnandi morgunþáttarins Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, hefur lýst því yfir að héðan af verði allir þeir ráðherrar sem studdu ákvörðun Johnsons bannaðir í þættinum. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur jafnframt lýst þeirri skoðun sinni að afsögn Cummings sé óhjákvæmileg, en sjálf þurfti hún að láta landlækni Skotlands fjúka vegna brots á útgöngubanni.

Stjórnmálaskýrendur telja að málið muni veikja ríkisstjórnina og minnka traust á henni, það sé ekki hægt að gera undantekningar fyrir háttsetta einstaklinga á reglum sem mjög margir hafi lagt mikið á sig til að fylgja. Almenningur í Bretlandi hefur til dæmis ekki getað kvatt þá ástvini sína sem látist hafa úr Covid-19, né heldur fylgt þeim til grafar.

Mótmælandi fyrir utan heimili Cummings í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -