- Auglýsing -
Lögreglan átti þriðju nóttina í röð náðugar stundir. Fátt bar til tíðinda annað en drukknir og dópaðir ökumenn sem sumir voru jafnvel réttindalausir. Einn var læstur inni í fangaklefa eftir slíkt atvik.
Búðaþjófur var staðinn að hnupli í matvöruverslun. Hann reyndist vera samvinnuþýður og var mál hans fgreitt á vettvangi.
Drengir stunduðu háskaleik á þaki grunnskóla. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við þá um hættur þess að leika sér á húsþökum. Drengirnir hlýddu á laganna verði og tóku sönsum.