Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Lífsháski á Netinu: Börn afmynduð á Íslandi vegna Kylie Jenner

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Internetið er vissulega blessun hvað varðar upplýsingagjöf og samskipti. En eins og allir vita getur það líka verið hættulegt. Jafnvel lífshættulegt. Barnaníðingar og svindlarar sem reyna að hafa fé af almenningi eru á hverju strái. Þá eru fleiri alvarlegir hlutir á sveimi.

Ísfatan

Það var upp úr 2012 að það tóku að birtast á samfélagsmiðlum alls kyns áskoranir, flestum beint að ungmennum en þó ekki öllum. Sumar voru sárasaklausar eins og Ísfötuáskorunin þar sem fólk hvar hvatt til þess að taka af sér myndbönd þar sem ísvatni var hellt yfir það. Vissulega óþægilegt en ekki lífshættulegt. Áskorunin varð geysilega vinsæl og heimsþekktir listafólk og stjórnmálamenn létu vaða að hella yfir sig. Fjöldi landsmanna tók þátt í þessari áskorun, stjórnmálamenn, listamenn og meira að segja heilu fyrirtækin. Fjölmargir skólabekkir tóku þátt hér á landi og eru þau myndbönd víða að finna á Netinu.

En einnig komu upp dekkri áskoranir höfðu skelfilegar afleiðingar, jafnvel dauðsföll.

Blái hvalurinn

Blái hvalurinn eða the The Blue Whale Challenge fyllti foreldra skelfingu árin 2014 og 2015. „Áskorunin“ gekk út á að fylgismenn áttu að klára verkefni sem þeim voru send á 50 dögum. Flest þeirra höfðu í för með sér sjálfsskaða og var lokaáskorunin að fremja sjálfsvíg. Áætlað er að um 130 börn og unglingar, flest á aldrinum 12 til 16 ára í 13 löndum hafi látið lífið af völdum þessar hryllings. Er þar aðeins um að ræða áætlun og veit enginn nákvæma tölu.

- Auglýsing -

Áskorunin var rakin til 21 árs fyrrverandi sálfræðinema, Philipp Budeikin, frá Rússlandi sem sagði að áskorunin hefði verið „grín“.  Ekki tókst að sanna á hann fleira en tilraun tveggja táninga til sjálfsvígs. Árið 2016 var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar.

Vitað var að íslenskir táningar hafi vel vitað af áskoruninni en sem betur fer eru engar heimildir um að þeir hafi skaðað sig.

Sjálfa á hættulegum stað

- Auglýsing -

Allir sem eru með farsíma hafa örugglega tekið fleiri sjálfsmyndir en þeir eru reiðubúnir að viðurkenna. En svo birtist áskorun á Internetinu um að taka sjálfu á hættulegum stöðum. Því hættulegra, því betra.  Aldrei fannst upphafsaðili þessa stórhættulega athæfis en ítarleg rannsókn benti til að að áskorunin hefði kostað 127 einstaklinga lífið á milli mars 2014 og september 2017 og voru flest þeirra ungt fólk á tvítugsaldri.

Vitað er til að margar hverra þessara mynda voru teknar hér á landi, oft við fossa eða kletta, en engin dauðsföll voru rakin til þeirra svo vitað sé.

Kylie varirnar

Ein af furðulegust áskorunum undanfarin ár og sú sem náði hvað mestum vinsældum hér á landi voru „Kylie varirnar“.

Kylie Jenner, raunveruleikastjarna úr Keeping up with the Kardashians varð fræg með endemum fyrir stórar varir, þökk sé fylliefnum. Sem betur fer kostaði þessi áskorun engan lífið en varð til þess að margar ungar stúlkur, og einhverjir drengir, fóru afar illa með varir sínar, og voru þess dæmi að æðakerfi hefðu skemmst varanlega í kjölfarið og ungmennin sitji uppi með skemmdir á vörum í kjölfarið.

Áskorin gekk út á að fá Kylie Jenner varir án þess að kosta til krónu og birta síðan „nýju varirnar“. á samfélagsmiðlum. Til að ná þeim árangri var mælt með að ungmennin sygu glös, krukkur eða flöskur til að þrýsta blóðflæði til varanna úr öðrum æðum andlitsins. Með því fengju þær ,,Kylie” útlitið.

Því miður náði þessi áskorun til Íslands og tók fjöldi íslenskra unglinga þátt í þessari vitleysu og voru skólar landsins fullir af ungmennum, aðallega stúlkum, mörðum og bláum með afar sérkennilegar varir, svo varlega sé að orði komist. Sem betur fer tók íslenska skólakerfið málið upp og fljótlega dó þessi áskorun út.

En við ekki hvenær eða hvernig næsta ,,áskorun” verður svo foreldrar verða að vera vel á verði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -