Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Börn með rósir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst …

Eftir / Steinunni Stefánsdóttur

Síðustu daga og vikur hafa börnin okkar verið að útskrifast. Þau hafa ekki bara orðið stúdentar og lokið grunnskóla. Þau hafa lokið leikskóla og bekk í grunnskóla. Á samfélagsmiðlum birtast þessi börn (og ungmenni) með hvítar húfur, kórónur og föndruð höfuðföt, eða bara með rós í höndum og yfirleitt í sparifötum. Foreldrarnir fagna með börnum sínum og eru stoltir af þeim.

Börn samtímans alast að mörgu leyti upp í hörðum heimi. Hraðinn er mikill, oft á kostnað barnanna, og líklega hefur framtíð barna og ungs fólks sjaldan verið flóknari en nú, að mörgu leyti auðvitað flóknari á góðan hátt en líka á erfiðan máta. Þessi pistill er samt ekki um það.

Efni þessa pistils eru nefnilega þessar útskriftir og skilaboðin sem þær senda. Það eru ekki sérlega mörg ár síðan fermingar og stúdentsútskriftir voru taldar þau tímamót í lífi ungmenna sem tæki því að halda upp á. Fjölskyldur fögnuðu ekki lokum leikskóla eða grunnskóla en unglingarnir sjálfir sáu vissulega um að halda upp á grunnskólalok, stundum uppbyggilega og skemmtilega en stundum ekki. Það eru heldur ekki svo margir áratugir síðan að ekki þótti viðeigandi að hrósa börnum nema kannski helst fyrir að vera þæg og láta lítið fyrir sér fara – og svo standa sig í skóla. Þetta hefur sem betur fer breyst og það að halda litla viðhöfn í tengslum við áfanga í námi er birtingarmynd þess að nú er borin meiri virðing fyrir börnum en áður.

Skilaboðin sem börnum og ungmennum dagsins í dag eru send með útskriftunum, sparifötunum, kórónunum og rósunum eru að þau skipta máli. Líf þeirra og verkefni skipta fjölskyldur þeirra og samfélagið máli. Með því að senda börnum þessi skilaboð af heilum hug held ég að við aukum færni þeirra til þess að taka á móti þeim flóknu verkefnum sem framtíðin á eftir að færa þeim.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -