Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Börnin okkar þola ekki meira, það er bara þannig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framhaldsskólakennarar hafa lokið samningum við hið opinbera og eru við það að ljúka samningum við einkareknu skólana. Samningar leik- og grunnskólakennara hafa verið lausir frá því um mitt síðasta sumar og í gangi eru samningaviðræður við samninganefnd sveitarfélaganna með það að markmiði að ná samningum fyrir haustið. Takist það ekki telur formaður Kennararsambandsins, Ragnar Þór Pétursson, einsýnt að til verkfalla komi.

„Heimilin eru komin að þolmörkum og viðkvæmir nemendahópar geta ekki meira.“

Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda komi til kennaraverkfalla í haust. Hún bendir á að mörg börn standi nú þegar tæpt eftir nýliðinn vetur. „Það er bara til eitt orð yfir það ef skólaveturinn hefst með verkföllum. Það er skelfing. Börnin okkar þola ekki meira, það er bara þannig. Við foreldrar hvetjum aðila til að setjast niður og klára samninga,“ segir Sigríður Björk.

Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok.

Sigríður Björk segir ekkert annað í boði en að samningar við kennara verði kláraðir hið fyrsta. „Heimilin eru komin að þolmörkum og viðkvæmir nemendahópar geta ekki meira. Krakkarnir geta ekki höndlað meiri óvissu. Fyrir utan það þá er skólaskylda í landinu og yfirvöldum ber að tryggja skólastarf. Þetta bara má ekki gerast. Ég treysti því að það geri sér allir grein fyrir alvarleika þessarar stöðu og nú er ekkert annað í boði en að klára þetta,“ segir Sigríður Björk.

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -